Er húðin þín þreytuleg,stífluð, bólgin eða ertu með glansandi T svæði?
ClayBabe vinnur á þessum vandamálum og fyllir húð þína lífi! Ríkur af steinefnum og andoxunarefnum sem verja einnig gegn ótímabærri öldrun húðarinnar. Ásamt blóðbergi sem jafnar fituframleiðslu og sótthreinsar.
Skref 1: Þú tekur 1/2 teskeið af maskanum og setur pínulítið vatn saman við þannig að maskinn verði leðjukenndur.
Skref 2: pensla yfir andlitið með burstanum og láta liggja í 10 mín.
Skref 3: Maskinn er skolaður af með volgu vatni, húðinni er því næst lokað með köldu vatni og setja svo strax rakakrem.
Húðin verður
Endurnærð með auknu blóðflæði
Full af lífi
Mjúk og slétt
Ofurhrein
Öðlast jafnt ph gildi
Olíu framleiðsla minnkar


Húðgerðir
✔️ Venjuleg og þurr húð gott að nota 1 sinni í viku allt andlitið.
✔️ Blönduð húð 1 sinni í viku allt andlitið og 2svar á T svæðið.
✔️ Olíu húð gott að setja á allt andlitið 3 svar í viku og ef upp koma bólur má spot tríta hana þar til hún fer einu sinni á dag.má alveg setja daglega yfir t svæðið meðan verið er að ná olíu myndun niður.
Innihaldsefni
ClayBabe saman stendur af frönskum grænum leir og íslensku blóðbergi. Leirinn er auðugur af steinefnum magnesíum, calcium, potassium, mangan, phosphorus, zinc, silicon, kopar, selen og er græni liturinn tilkomin vegna þörunga í leirnum. Hann örvar blóðflæði endurnýjun húðarinnar ásamt því að losa um olíur, óhreinindi og dauðar húðfrumur. Leirinn hefur sýnt fram á bólgueyðandi og bakteríu drepandi virkni enda notaður sem náttúrulyf víðsvegar í evrópu. Í maskanum er einnig íslenskt blóðberg sem er stútfullt af andoxunarefnum og er bakteríu drepandi.